þriðjudagur, ágúst 01, 2006


sæl aftur elskurnar :)
nú er ég eiginlega búin að flytja mig í bili yfir á barnanet. það er eiginlega svona svoldið notendavænna fyrir fólk í minni stöðu só tú spík ;)
hér er slóðin:

www.barnanet.is/krilivaldimars

annars vorum við í mæðraskoðun númer 2 í gær og allt lítur vel út. blóðþrýstingurinn, bumban og annað slíkt með eðlilegum hætti.
svo byrja ég í meðgöngujóga í kvöld, hlakka rosa til. ekki verra að það er ein sem er að vinna með mér sem er líka ólétt, komin bara 2 vikum lengra en ég. gaman að vera svona samferða og við erum líka saman í jóganu. gaman gaman :)

en allavega, held að þetta verði síðasta bloggið mitt á þessari síðu í bili.
bookmarkiði hina adressuna hjá ykkur og fylgisti með mér og krílinu þar.
ég er nú þegar búin að setja inn sónarmyndir frá 12 viku og svo koma fleiri sónarmyndir vonandi í lok ágúst þegar ég fer í 20 vikna sónarinn.

það gleður mitt litla hjarta óskaplega mikið þegar ég sé að þið skrifið komment.
takk til allra sem hafa nennt að skrifa hérna :)

sjáumst á www.barnanet.is/krilivaldimars

kveðja, guðrún