miðvikudagur, júlí 26, 2006hæ vinir :)
ef þetta hefur tekist hjá mér þá ættuð þið að sjá á myndinni hvað er að gerast í mínu lífi núna. við valdimar erum að sjálfsögðu óskaplega óskaplega óskaplega glöð og kát með þetta allt saman og fylgjumst spennt með bumbunni stækka smám saman.
ég og kúlubúinn erum barasta hraust og hress, engin ógleði gert vart við sig og líkaminn (enn sem komið er) í góðu lagi. hlakka samt til að byrja í jóganu á allra næstu misserum.og eins og þið sjáið er maður svoldið dottinn í alls konar heimasíður með alls konar bumbudóti. þetta er hræðilega skemmtilegt og ég skammast mín bara ekkert fyrir það, híhí :)

ég er semsagt sett 14.janúar 2007, en það gæti reyndar breyst eitthvað í 20 vikna sónarnum sem við förum í í lok ágúst. hlakka miiiiiikið til þess.
erum þó búin að fara í 12 vikna sónar, þar sem allt leit stórvel út og fengum m.a.s. útprentaðar myndir af krílinu. kannski ég reyni að setja eina hérna inn.
svo hugsa ég nú að ég fari að svissa yfir á einhverja svona barnasíðu, þar sem maður getur dælt inn endalausu af myndum og slíku þegar kemur að því að fara að monta sig, hehe :) læt vita þegar af því kemur.

en allavega, þá vitiði það elskurnar.

líf og fjör

guðrún og leynigesturinn :)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Knús og kossar aftur frá mér :) :) ég er voða spennt fyrir ykkar hönd og rosa glöð :). Hlakka mikið til að fylgjast með.
Sjáumst kát fljótlega :).
Kv, Engillinn

27 júlí, 2006  
Blogger hanna said...

TIL HAMINGJU!
Þið eruð um það bil ári á eftir okkur Elíasi ;) Ég vona að allt gangi vel og að þú njótir meðgöngunnar. Þetta er alveg yndislegt!

Núna verð ég að fara í smá heimsókn í deCode áður en ég fer út!

En aftur, til hamingju elsku Guðrún og Valdimar!

27 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

TIL hamingju dúlla :):) ekkert smá gaman :):) knús frá svíaríki ;)

30 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlega til hamingju þið tvö... gleði gleði gleði!
kv. Lolli

31 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu ! ! !
Maður rétt skreppur frá í útilegu og svo er bara komið barn í ofninn.
Til hamingju dúllan mín og þú líka Guðrún.

31 júlí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bumbubúann!!

31 júlí, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home