þriðjudagur, júní 20, 2006

Uss, ég sem ætlaði að fara að setja inn mynd frá útskriftinni. Gat það ekki. Held að ég sé aðeins að missa tökin á þessu bloggi. Var eitthvað að bauka með það um daginn og ætlaði að vera rosa klár en riðlaði þá í staðinn öllu skipulaginu og síðan fór í mess. Og nú get ég ekki einu sinni sett inn myndir. Jahérna, hvað maður er eitthvað óþolandi lítið tæknivæddur. En hey, ég reyni þó! Og í gær, þegar ég var að gera boðskortalistann fyrir Valdimar datt ég m.a.s. inní Access og tók það góða forrit alveg í nefið, þrátt fyrir að ár sé liðið síðan ég síðast leit það augum.
Annars er lítið að frétta. Rigningin er að drepa mig - ég er búin að fá svo mikið ógeð á sólarleysi og dimmu og drunga að....að....að....að ég geri örugglega ekki neitt frekar en vanalega þegar maður kvartar og kveinar yfir íslensku veðri. Böhhhhh.
En samt - kommon - er þetta ekki aðeins tú mötsj? Ég meina rigning í heilan mánuð! Og það JÚNÍ! Fer í sumarfrí í Júlí og þá er eins gott að sólin sýni sig!!! Annars er mér að mæta! Og ég kemst ekki einu sinni til úgglanda í sumar.....ekki það að ég fari oft til útlanda á sumrin. Eiginlega bara aldrei......eða voða sjaldan. En mig langar svoooooooooo núna. Held það sé af því að bæði Þór bróðir og Sif systir eru í sólarstrandarleik með familíurnar. Svo ligg ég á einhverjum bévítans nettilboðum sem ég fæ send í tölvupóstinn minn og stunda masókisma á hæsta stigi. Af hverju gerir maður sér þetta?? Er alveg að skoða hótel og strendurnar og verðið og allt það. Samt er ekki séns að ég fari út í sumar. Maður verður að hætta þessari vitleysu og fara bara frekar á www.austfirðir.is og skoða gönguleiðir í Loðmundarfirði! Ísland er landið í sumar - eins gott að það hagi sér vel!!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þú gerir það í ferðalögum sem flesta langar en enginn gerir, að ferðast um okkar fallega Ísland.
Ég vil koma með.

25 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home