mánudagur, júní 26, 2006

helgin frá og loksins kominn mánudagur aftur. sjúkkitt. hélt að þessi helgi ætlaði engan enda að taka. þoli ekki þessar helgar. endalaust frí og gott veður og eitthvað svoleiðis óþolandi. og svo er sumarfríið að nálgast líka! er ekki nóg komið af svo góðu? má maður ALDREI vera í vinnunni???

hvað helgina varðar þá var hún reyndar alveg súper góð. valdimar þessi SNILLINGUR opnaði fyrstu einkasýningu sína á Sólon á laugardaginn og ég var svo stolt af honum að ég hélt ég myndi rifna í tvennt :) brosið náði alveg hringinn allan daginn. og myndirnar eru svooo flottar. kannski er ég glötuð og ekki kúl, en ég get bara ekki að því gert hvað mér finnst hann mikið æði :)
en semsagt, opnunin gekk eins og best var á kosið, fullt af gestum, veðrið glimrandi gott og allir voða kátir. og svo seldi hann m.a.s. 4 myndir þessi elska.

já svo á föstudeginum fórum við nú í jónsmessugöngu decode. gengnar voru síldarmannagötur sem liggja milli skorradals og hvalfjarðar og telja um 17 km í allt. til að gera langa sögu stutta lögðum við af stað í sól og blíðu frá decode klukkan 7 en vorum komin aftur til baka í þokuslæðingi HÁLFFJÖGUR UM NÓTTINA!! seinni rútan kom víst ekki til baka fyrr en klukkan 6 um morguninn - ef ég hefði þurft að bíða eftir henni hefði ég víst verið búin að drepa mann og annan : /
eruð þið að djóka í mér?? maður var nú orðinn svooooldið þreyttur og SVANGUR!! gangan var reyndar skemmtileg í flesta staði, en skipulagið var ekkert og leiðsögu var ekki fyrir að fara.

en allavega - líf og fjör - bara 4 dagar eftir og svo 3 vikna sumarfrí. jibbbbbbbbbííííí :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er sko alveg sammála þér alltof mikil sól og gott veður undanfarið.....enda er ég nú loksins komin heim og get ekki beðið eftir að komast í vinnuna....fjúkkk...mikið var...eftir dæmalaust sumarfrí stútfullt af sól og hita!!! þetta er sko tú möts...hvað verður það næst. Allegivel.. takk kærlega fyrir síðast, ofsa ofsa gaman að hitta ykkur loksins og til hamingju með kallin og sýninguna!

26 júní, 2006  
Blogger hanna said...

gvöð, ég hafði ekki hugmynd um að hann Valdimar þinn væri listamaður, ég verð nú bara að skunda á sólon og kíkja!

til hamingju með hann og skemmtu þér vel í sumarfríinu!!!

26 júní, 2006  
Blogger DonPedro said...

Fór á Sólon og skoðaði, massaflott. Nú skiptum við bara gegn ljósmynd og málið er dautt.

P

28 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með karlinn!!!

05 júlí, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home