mánudagur, júní 12, 2006

Hæ elskurnar :)
Útskriftin var á laugardaginn og þá er maður barasta kominn með diplómuna sjálfa í hendurnar. Jibbííí. Dagurinn var hreint yndislegur, Valdimar mætti að sjálfsögðu á athöfnina og þegar henni lauk var ég að niðurlotum komin af hungri, svo hann fór með mig á Sólon þar sem ég fékk súkkulaðifix dagsins (frönsk súkk.kaka og heitt súkkul.).
Því næst var mér ekið uppá Nordica þar sem þessi elska hafði bókað mig í heilnudd. Alger dásemd! Eftir nudd og pott tylltum við okkur um stund á barinn á hótelinu þar til ekið var niðrá Argentínu hvar heilum helling af nauti, humri og öðru ótrúlegu nammeríi var hesthúsað. Algerlega frábær dagur, skipulagður af snillingnum honum Valdimar. Hann fær 10 stig í kladdann fyrir þetta :)
Svo vaknaði maður í gær, sjómannadaginn, og smellti sér á hátíðahöldin við Hafnarfjarðarhöfn í einhverri þeirri mestu úrhellingsrigningu sem ég hef lent í hérlendis. Ég ætlaði bara ekki að trúa eigin skynfærum þar sem ég drukknaði næstum á þurru landi, þó klædd í blómóttu gúmmístígvélin mín, goretex gallann og allt! Til að byrja með var reyndar logn, en þegar leið á daginn hvessti og endaði með barasta öskrandi rigningu, roki og skítakulda. Vá hvað var gott að koma inn! En samt gaman að rifja upp gúmmístígvélafílinginn. Geri það alltof sjaldan ;)
Og þá er kominn mánudagur bjartur og fagur.........eða þannig. Rigning, pigning!
En það er eitt sem hleypir birtu inní annars dimman dag. Og það er engin smá birta :)
ROGER WATERS tónleikarnir eru á eftir. Eitthvað er maður búinn að bíða eftir þeim. Ég hlakka miiiikið til. Og ég er bara hrædd um að hann Valdimar minn sprengi bara öryggi af gleði einni saman í kvöld. Vá.
Jæja, komið nóg af blaðri í bili. Ég veit að þið eruð að lesa þetta einhver, svo kvittiði fyrir ykkur og leyfið mér að sjá ykkur :)
Rodsjer Voders rúlar!!
G

6 Comments:

Blogger hanna said...

Innilega til hamingju með útskriftina, núna ertu orðin stór stelpa :) Ég sakna ykkar mikið niðrí vinnu og vona að þið hafið gott ! Njóttu nú "sumarsins" vel.

kv. Hanna Líba

13 júní, 2006  
Blogger lolli said...

Til lukku með diplómuna! fékk að heyra í rogger voters í gegnum gsm síma og það virkaði á mig eins og það hafi bara verið stuð... ekki frá því að ég hafi heyrt skrækina í þér í gegn líka!
kv. Lolli

15 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með diplómuna :) :) alltof langt síðan ég heyrði í þér. Verðum að fara að gera eitthvað í þessu, gengur ekki lengur.
Knús og kremj, Björg

18 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Útilega frá hamingjuleysi án undirfangann.

20 júní, 2006  
Blogger Guðrún said...

hahahaha pétur, ég var smá stund að fatta þennan :)

20 júní, 2006  
Blogger Guðrún said...

hahahaha pétur, ég var smá stund að fatta þennan :)

20 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home