þriðjudagur, maí 02, 2006

http://www.world66.com/myworld66/visitedCountries/

sniðug síða :) svoldið fyndið að maður telur sig vera þó nokkuð veraldarvanan heimsborgara; hélt ég hefði farið til hellings af útlöndum, en svo kemur í ljós að ég hef ekki heimsótt nema 9% af löndum heimsins. ég á greinilega nóg eftir :) en talandi um útlönd þá var ég í london um daginn. skrapp í nokkra daga með valdimar og mömmu og pabba og það var bara svona líka gaman. fínt veður og vor í lofti. fengum m.a.s. einn sólardag með hita og alles. næææs! nema hvað, við vorum voða menningarleg og fórum að sjá ÞRJÚ show (á 5 dögum). sáum guys & dolls - maður verður að taka einn svona týpískan söngleik, fórum svo í royal albert hall og sáum royal philharmonic spila verk eftir rússneska meistara (sjostakovitsj og einn annan sem ég get ekki munað nafnið á). svo fórum við á blue man group sem er algjör snilld. mæli eindregið með þeim ef einhver á leið um london á næstunni :)
jæja, nóg í bili

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var ekki nema í 7%. Ma og Pa í 8% en Sigurjón vinur minn er með 30%.

03 maí, 2006  
Blogger Guðrún said...

vá, 30% er þokkalegt!!! hann er víðförull strákurinn :)

03 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

man var bara með 7% líka! telst það ekki með ef maður fer oft til sumra landa?

kv. Lolli

04 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Og ég er bara með 8%!! Samt búin að fara hringinn í kringum hnöttinn. Veit eiginlega ekki hvað maður þarf að gera til að ná 30%, vera stöðugt að fara út og alltaf í nýtt land... verð að vinna í lottóinu ;)

04 maí, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Sigurjón er líka hálfpartinn svindlari með forskot því hann er flugvirki og flýgur um allan heim að gera við flugvélar. En annars alveg satt.

06 maí, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home