miðvikudagur, maí 31, 2006

Hæ aftur. Emmmm.....god, ég er eitthvað voða löt að skrifa núna. Það er líka ekkert merkilegt að gerast. Bara sumarið að koma og ég fer í frí eftir mánuð. Jibbíííí :) Ætlum að flandrast eitthvað um landið og fara austur að ganga í Borgarfirði Eystri og þar um slóðir. Svo er auðvitað einhver veiði og þetta sumarið verður farið í Minnivallarlæk í lok júlí. Örugglega voða gaman. Jú og svo má ekki gleyma hvítasunnuhelginni framundan og kajakmótið á Stykkishólmi á sínum stað. Í fyrra var ég plötuð í róðrarkeppni af því það var bara ein kona sem ætlaði að vera með. Varð að halda uppi heiðri kynsystra minna ;) Var í öðru sæti!!! (af tveimur). Fékk medalíu og allt, hehe. Vonandi verða fleiri mættar í ár, er ekki mikil keppnismanneskja eiginlega. Annars er rosalega gaman að róa þarna um fyrir utan Stykkishólm. Hvet alla sem hafa áhuga að mæta. Hægt að fá leigða báta og allt sem þarf. Svo er bara alltaf gaman í Hólminum :)
Heyrumst síðar
G

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með útskriftardaginn elsku Guðrún :)

hefði verið gaman ef ég væri að útskrifast líka eins og plönin voru í upphafi ;)
En Lárusinn kom í staðinn, og vonandi mun ég vera í þínum sporum eftir ár :)

vona að þú eigir góðan dag!

kv, Guðrún Ragna

10 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home