miðvikudagur, maí 31, 2006

Hæ aftur. Emmmm.....god, ég er eitthvað voða löt að skrifa núna. Það er líka ekkert merkilegt að gerast. Bara sumarið að koma og ég fer í frí eftir mánuð. Jibbíííí :) Ætlum að flandrast eitthvað um landið og fara austur að ganga í Borgarfirði Eystri og þar um slóðir. Svo er auðvitað einhver veiði og þetta sumarið verður farið í Minnivallarlæk í lok júlí. Örugglega voða gaman. Jú og svo má ekki gleyma hvítasunnuhelginni framundan og kajakmótið á Stykkishólmi á sínum stað. Í fyrra var ég plötuð í róðrarkeppni af því það var bara ein kona sem ætlaði að vera með. Varð að halda uppi heiðri kynsystra minna ;) Var í öðru sæti!!! (af tveimur). Fékk medalíu og allt, hehe. Vonandi verða fleiri mættar í ár, er ekki mikil keppnismanneskja eiginlega. Annars er rosalega gaman að róa þarna um fyrir utan Stykkishólm. Hvet alla sem hafa áhuga að mæta. Hægt að fá leigða báta og allt sem þarf. Svo er bara alltaf gaman í Hólminum :)
Heyrumst síðar
G

miðvikudagur, maí 17, 2006

hæ :) vildi bara láta ykkur vita að ég er ekki flutt til fjarskanistan þar sem eru engar tölvur. hef bara verið löt að skrifa. lofa að bæta úr því bráðum og skrifa eitthvað skemmtilegt. er brjálað að gera í vinnunni og svo er útskriftin 10.júní :) jibbí :) eníveis, hafið það súper gott elskurnar. læt heyra í mér bráðum.
bææææææ

þriðjudagur, maí 02, 2006

http://www.world66.com/myworld66/visitedCountries/

sniðug síða :) svoldið fyndið að maður telur sig vera þó nokkuð veraldarvanan heimsborgara; hélt ég hefði farið til hellings af útlöndum, en svo kemur í ljós að ég hef ekki heimsótt nema 9% af löndum heimsins. ég á greinilega nóg eftir :) en talandi um útlönd þá var ég í london um daginn. skrapp í nokkra daga með valdimar og mömmu og pabba og það var bara svona líka gaman. fínt veður og vor í lofti. fengum m.a.s. einn sólardag með hita og alles. næææs! nema hvað, við vorum voða menningarleg og fórum að sjá ÞRJÚ show (á 5 dögum). sáum guys & dolls - maður verður að taka einn svona týpískan söngleik, fórum svo í royal albert hall og sáum royal philharmonic spila verk eftir rússneska meistara (sjostakovitsj og einn annan sem ég get ekki munað nafnið á). svo fórum við á blue man group sem er algjör snilld. mæli eindregið með þeim ef einhver á leið um london á næstunni :)
jæja, nóg í bili