föstudagur, mars 24, 2006

föstudagur runninn upp skýr og fagur. eða allavega runninn upp. mikil törn í skólanum - verkefnaskil og svo lokaprófin framundan. nýbúin að skila af mér metnaðarfyllsta hópverkefni sem ég bara held ég hafi gert. góð tilfinning :)
en svo er bara skólinn bráðum búinn! prófin í byrjun apríl og svo bara búið! hmmm.....skrýtin tilhugsun. hvað á ég þá af mér að gera þegar ég er búin í vinnunni? á ég bara að fara heim klukkan 4 og fara að lesa bók eða setja í vél eða eitthvað?? hvað gerði ég áður en ég byrjaði í skólanum?? ó well, kannski maður skelli sér á prjónanámskeið eða fari að læra ítölsku eða eitthvað. nú eða þá etv að maður smeygi sér í ræktina!?! ætli verði einhvern tíma af því??
var nú búin að lofa sjálfri mér því að þegar skólinn væri búinn myndaðist tími til að fara í leikfimi. best að standa við það loforð. ekki vill maður svíkja sjálfan sig svona nýútskrifaður og heilagur ;) held líka að ég skuldi líkamanum mínum það að hreyfa hann svoldið. hann er búinn að standa með mér í gegnum súrt og sætt og standa sig með miklum prýðum í stressköstum, óhollustu og svefnleysi. nú munu hins vegar taka við tímar hollustu, hreyfingar og almennrar sjálfsræktar : ) batnandi mönnum er best að lifa með hækkandi sólu og vori í lofti og allt það.........er það ekki annars?
kommentiði nú elskurnar!

fimmtudagur, mars 16, 2006

My Personal Dna Report
Hérna má sjá mæ pörsonal díennei test. Vá hvað ég er greinilega frábær. Sjúkkitt að ég er ég! Hehe.