föstudagur, febrúar 24, 2006

BRAVÓ!! : ) WotW tónleikarnir voru frábærir. ég gleymdi reyndar gleraugunum heima og sat við hliðina á ofvirkum einstaklingi sem var á sífelldu iði, en ég lét það ekki skyggja á gleði mína, ónei! um leið og þeir byrjuðu fékk ég gæsahúð sem var held ég bara status quo alla tónleikana. var orðin fiðruð í lokin! eníveis, jóhann sigurðarson auðvitað kjörinn í hlutverk sögumanns (úr því helgi skúlason blessaður er ekki enn á meðal vor), og söng castið frábært. ég brosti alveg hringinn : ) gaman að fara á eitthvað svona og láta koma sér skemmtilega á óvart. bjóst nefnilega alveg eins við því að verða fyrir vonbrigðum. en neiónei. svo er ég auðvitað búin að hlusta á diskinn í dag. skenntlett skenntlett.
væri til í að sjá þetta aftur, kannski á sviði í london eða eitthvað.
well spell, verð í bandi
gvendó

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

híhíhí.....haldiði ekki að einhver hafi pikkað upp bloggið mitt um war of the worlds tónleikana og smellt því í eitthvað bloggskrifarahorn á dv í dag! mest fyndið. ég er orðin fræg. loksins komst ég í blöðin. og ég sem hélt í einfeldni minni að enginn nennti að lesa bloggið mitt nema ef til vill bestu vinir mínir sem gera það af skyldurækni. já og það er m.a.s. mynd af mér!
eníveis, nú er ég orðin svo hræðilega forvitin að ég vil eeeeeeendilega fá að vita hver setti þetta þarna inn. hlýtur að vera einhver sem ég þekki. kommooooooon, tellmítellmítellmí : )
æm spríngíng viðð forvitn jú nó!!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Nei, nú er nóg komið!! Ókei, ég er nörd, ég veit það.......en af hverju er búið að þýða War of the Worlds tónleikana sem Sinfónían heldur á fimmtudaginn eftir viku?? Hvað heitir þetta þá á íslensku? HEIMSÓFRIÐARBÁLIÐ?? eða STRÍÐ HEIMANNA?? eða HEIMSSTYRJÖLDIN??
Æi, ég er geðveikt pirruð á þessu. Fékk algjört tilfelli í gær þegar ég sá auglýsinguna og keypti miðana með det samme. Bróðir minn spurði áðan hvort þetta væri nokkuð á íslensku. Ég hélt nú ekki..........en hringdi nú samt og tékkaði. Og viti menn. Jú, íslensk þýðing: Gísli Rúnar Jónsson.
Jæja, þýðir lítið að væla. Annaðhvort hætti ég við eða fer með glöðu geði. Er það ekki? Kannski verður þetta ágætt. Instrúmental músíkin verður allavega óhreyfð. Nema fiðlur geti spilað á íslensku???

Eníveis, ætla í kaffi. Já og farið endilega á sýninguna hjá mömmu í Gryfjunni í Listasafni ASÍ. Hún er æði. Mamma rokkar!!
Myndir seinna.

Luv,
Guðrún nörd