þriðjudagur, janúar 31, 2006

Halú. Þá er mín komin heim eftir stórkostlega vel heppnaða skíðaferð. Veðrið var æðislegt, færið fínt og vinahópurinn frábær. Ein úr hópnum slasaði sig reyndar í lok ferðar sem var auðvitað voða lítið skemmtilegt. En hún er svoddan trooper og hörkukvendi að það var nú ekki gert mikið veður útaf því og hún var ótrúlega dugleg og ég er viss um að henni mun batna á mettíma!!! 7913
En semsagt dásamleg ferð....já og við trúlofuðum okkur líka, hihihi :) Strákurinn bað mín í þyrlunni á leið uppá jökul. Algjör snillingur!!
Ahhhh.....lífið er gott :)

fimmtudagur, janúar 19, 2006æ varð bara að deila þessari mynd með ykkur líka. ómægod er það eina sem ég get sagt í augnablikinu. þetta er yndislegt : ) þangað er ég að fara á laugardaginn!!!!

Þá er næstum komið að því. Skíðaferðin ógurlega hefst næsta laugardag. Ferðinni er heitir til Selva í ítölsku Dólómítafjöllunum þar sem við munum dvelja í viku. Við erum orðin 19 stykki sem ætlum saman. Bætist alltaf í hópinn. Hlakka ægilega mikið til :) Mikki fær að vera heima hjá sér þar sem stóri frændi ætlar að passa hann. Hann verður í góðu yfirlæti :)
En hérna er semsagt mynd af einni brekkunni í Selva úr livecam. Veðrið greinilega eins og best verður á kosið og virðist nægur snjór. Vona að þetta haldist bara svona fram yfir næstu viku. Set svo inn myndir þegar ég kem heim. Vonandi allar baðaðar í sólskini.....og nokkrar af mér að drekka bjór og jóðlandi júdlíjúhíhúúúú ; )

miðvikudagur, janúar 11, 2006

fyrstu skrifin á nýju ári. bara komið 2006! ég var einmitt að hlæja að því um áramótin að ég er alltaf miklu meira hissa á því að það sé allt í einu kominn janúar, frekar en að það sé komið nýtt ár. ég er greinilega ekki nógu hrinlaga.......lifi bara lífinu í línu.........þannig að þegar desember er búinn á ekki að koma janúar aftur. maður er náttlega svoldið spes ;)
nema hvað, skólinn byrjaður aftur Á FULLU. ég hef á tilfinningunni að kennararnir séu búnir að setja undir sig hausinn og ætli að reka önnina áfram með offorsi. ég kann bara ekki alveg að meta það.....tekur mig alltaf svoldinn tíma að komast í gang. byrjaði m.a.s. fyrstu vikuna (sem er núna) á að skrópa í einn tíma. maður er svo mikill rebell! ég er semsagt í markaðsfræði III (búin með I og II), bandarískum viðskiptum/stjórnmálum og stefnumótunarverkefni. keypti bækurnar í gær og það leið næstum yfir mig bara við að sjá bókina fyrir þetta stefnumótunardót. hún er rúmlega 800 blaðsíður. hvað er dæmið með það??? halda þeir að þetta sé læknisfræði?? það er sko eins gott að við eigum ekki að lesa þetta allt. þá hætti ég. tek ekki þátt í svona vitleysu á gamals aldri : / og svo er hún lítil og feit og grá og þurr (bókin sko). jæja, ég vona bara að í þetta eina skipti eigi við orðatiltækið dónt djöts a búkk bæ its kovver!!!
ekki komin með neinar skemmtilegar myndir frá áramótum, en ég mun etv smella þeim inná myndasíðuna.......ef ég get rifjað upp notendanafnið mitt þar (ég er svooo tölvuvæn!!).