föstudagur, desember 30, 2005


GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR OG TAKK FYRIR BLOGGIÐ Á ÁRINU : )

Má svo til með að sýna ykkur krúttin hennar Dimmu (fyrrverandi unnustu Mikka ;) Þeir eru bara 3 vikna held ég og nýfarnir að opna augun og reyna að labba. Hreinir labbar af bestu veiðigerð og ef einhver ykkar hefur áhuga þá þekki ég eigendurna ;)

miðvikudagur, desember 28, 2005Mikki sendir líka jólakveðjur. Hann er búinn að vera í smá snakk straffi, þ.e. hann fær enga bita af borðinu (nema þegar amma svindlar ;) hann er nebblega með smá ofnæmi og við erum að prófa nýtt fæði. Hann er samt rosa glaður með lífið og er endurnærður eftir þvílíkan hamagang með Esju litlu vinkonu sinni í snjónum við Laxatanga á annan í jólum og svo fórum við í fjörurnar úti við Reykjanesvita í gær og hann hljóp og hamaðist eins og banditti. gróf holur og át sand og drakk sjó, ótrúlega sáttur : ) þessi elska : )
Gleðilega jólahátíð elskurnar : ) Við skötuhjúin erum búin að liggja á meltunni og höfum held ég bara ekki borðað svona mikið...........ever!! hvað maður getur verið mikið átsvín : / verður gott að fá fisk í formi og hrísgrjón í kvöld! En jólin eru búin að vera dásamlega góð og róleg og skemmtileg. Mikið og gott afslappelsi og jólaboðin voða nett og passleg. Allt eins og það á að vera : ) Vona að jólin ykkar hafi verið eins gleðileg og mín. Held við eigum mjög gott, flest okkar, og ættum að þakka fyrir það sem við höfum! Maður gleymir því stundum nefnilega.
Friður og ró,
Guðrún

P.s. takk fyrir jólakortin, alltaf gott að vita hvað maður á marga vini : )

fimmtudagur, desember 22, 2005

king kong! úff hvað hún er frábær. sá hana í gær og hún er æði. vá hvað hún er flott. og kong eðlilegur (eða þið vitið - ekki gervilegur eins og tölvugerð dýr eru oft). andy serkis sem lék gollum í LOTR stjórnar hreyfingum hans OG lék hlutverk skipskokksins. maðurinn er náttúrulega BARA snillingur. og viti menn, mín brynnti músum í lokin, manneskjan sem grenjar ekki í bíó. vöknaði ekki einu sinni um augu á titanic og er hún nú notuð sem viðmið í snýtuklútaverksmiðjum um gervallan heim. ég hélt m.a.s. áfram að að væla í bílnum á leiðinni heim. kannski losnaði bara um jólastressið eða eitthvað, hehe. en ég náði mér nú þegar ég kom á næsta hringtorg ;)
myndin er allavega stórkostleg og þrátt fyrir lengd sína vel vel vel þess virði að fara á. þeas EF menn hafa gaman af ævintýramyndum og segja ekki alltaf "döhhh, ohh maður, svona gerist ekkert í alvörunni!!!". ég held ég verði aldrei alveg fullorðin......ég get t.d. ekki BEEEEEEÐIÐ eftir Narniu sem kemur 2. í jólum. ohh, ævintýri - æ lovem : )
eníveis, hugsa að ég pári ekkert fyrr en eftir jól eða áramót, þannig að ég segir bara FARSÆL NÝ JÓL OG GLEÐILEG ÁR. og farið nú að skrifa komment litlu anti-tölvunördarnir mínir sem lesið síðuna mína. það er ekkert flókið ;)
lov'ya

föstudagur, desember 16, 2005

jæja, rúðurnar komnar í stofuna. mikið var. og þvílíkur munur. við erum reyndar hætt að sjá skrípó útgáfuna af höfninni og næsta nágrenni - rúðurnar voru svo orpnar að ef maður beygði sig í hnjánum þá sá maður svona skemmtilega hreyfingu á öllu sem fyrir utan var. voða skemmtilegt! við getum þó huggað okkur við það að allir hinir gluggarnir eru svona ennþá, t.d. í eldhúsinu. þar getum við skemmt okkur tímunum saman og þykjumst vera í "the house of mirrors". ódýr og góð skemmtun fyrir þá sem eru að spara eins og við ;)
annars er for-fordrykkurinn hjá okkur í kvöld fyrir vinnujólagettúgeððerið, svo það er best ég fari heim að reyna að skafa límmiðana af gluggunum sem blakta enn í hafnfirskri sjávargolunni. kannski ég fari í bað líka. já góð hugmynd. bless kex klukkan sex.

þriðjudagur, desember 13, 2005

búin með næstsíðustu önnina. jibbí. komin í jólafrí og nýt þess mikið og vel og mikið og vel. kveiki á öllum kertunum í íbúðinni á hverju kvöldi og finnst m.a.s. gaman að þrífa. ég gæti mögulega verið að tapa geðinu : /
annars eyddi ég tíma og peningum í dásamlegt trít á laugardaginn og fékk mér litun og klippingu. oh, hvað það er gott. líður ægilega vel. hlakka til að gera alls konar en tíminn líður aðeins of hratt samt. ætlaði að hitta allar vinkonurnar og gera allt og vinna upp allt sem hefur setið á hakanum meðan ég hef verið í skólanum.
jóla-thingymagic í vinnunni næsta föstudag og for-fordrykkur hjá mér. eins gott að smiðirnir verði búnir að skipta um glugga, annars verður þetta bara svona semi garðveisla - inni en samt úti!! gæti reyndar verið sniðugt! og jólavinavika í vinnunni líka, við erum í ægilegu jólastuði hérna greinilega og allir miklir vinir. reyndar mjög gaman að vinna þegar andinn er góður.
jæja, nóg af jákvæðni í bili ;) see'ya

sunnudagur, desember 04, 2005

sunnudagur runninn upp......og niður....því það varð dimmt á hádegi held ég svei mér þá. er í skólanum að læra undir markaðsfræðipróf á morgun. er óhefðbundið og því veit ég ekkert hvernig ég á að læra undir það. eitthvað case og svoleiðis. best að blogga þá bara.
annars var kveikt á oslóartrénu í dag. missti af því, en las um það í mogganum. sé alltaf turillu fyrir mér. sjitt hvað það var fyndið. muniði þegar hún kveikti á eða í oslóartrénu.....eða "þessari helv.. hríslu" , blindfull. turilla rúlar.
en þá er komið að því. glósurnar bíða. branding strategies og 22 laws of branding. jei!
hafið það gott og njótið þess að vera að gera eitthvað skemmtilegt á sunnudagskvöldi því ég er allavega ekki alveg að gera það ;)

fimmtudagur, desember 01, 2005

arrrrg, prófið á eftir....og ég að skrifa hér. dugleg! en í ljósi þess að nú er kominn teljari á síðuna, þá sé ég að það eru einhverjir að skoða hana....múahahhahaha. en það er enginn að skrifa komment. ekki vera feimin, segiði hæ :)
jæja, halda áfram. renna yfir glósurnar....siðferðileg atriði varðandi sölumennsku, markaðssetningu, viðskiptagjafir, ráðningar, uppsagnir og svo margt margt fleira. já það er eins gott að hafa þetta allt á hreinu.