miðvikudagur, nóvember 30, 2005

er í skólanum að læra fyrir viðskiptasiðfræði. er núna að lesa um siðfræðina í viðskiptum fjármálastofnana. mikið af shady deals þar. allt rotið inn að beini held ég. þriðjaheims löndin að fara down the drain með dyggri hjálp þarlendra spilltra embættismanna og lánagraðra vestrænna bankamanna. uss uss uss.
annars leiðist mér. það er ekkert gaman að vera einn að læra fyrir próf (þó skólinn sé fullur af fólki). það er svona þegar skólavinkonurnar ákveða bara að eignast börn eða fara í dagskóla eða velja önnur fög. alveg kolómögulegt. en hey, samt er ég bara glöð sko :)
ég er þó allavega í skóla og vinnu og ekki föst í einhverjum hræðilegum vítahring í fátæku landi sem er sokkið svo djúpt í alþjóðlegt skuldafen að það kemst aldrei upp nema með brjálæðislegu átaki og fullt fullt fullt af styrktartónleikum!! á maður ekki að þakka fyrir það sem maður á? og eigum við ekki ógeðslega gott að búa hérna á þessum ískalda, dásamlega gráa klaka? ég held það!

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

AUÐVITAÐ ER MYNDALINKURINN TIL HÆGRI Á SÍÐUNNI!!! : )

mánudagur, nóvember 28, 2005

vá hvað mér finnst ég klár. bjó til fotki myndasíðu og setti hana hérna inn alveg sjálf. geri aðrir betur. ókei, aðrir hafa líklega gert betur.......en hey, ég er samt klár :) íhíhíhí (*hnegg*)
nema hvað, undir "links" vinstra megin á síðunni, er að finna "myndir" og þar mun ég setja inn myndir þegar ég hef tíma. er t.d. búin að demba inn næstum öllum myndunum úr brullaupinu hennar daggar sætu, svo þið getið skoðað þær allar með tölu. og séð alla gestina sem þið þekkið og þekkið ekki :)
njótið vel
guðrún fotki

föstudagur, nóvember 25, 2005


jæja, pre-partýið búið og við stelpurnar komnar í náttfötin og farnar að skoða körfuna góðu sem var full af nammi, freyðibaði og þynnkumeðölum. kom sér afar vel ;)


og svo er hópmyndin. sjáiði þessar gyðjur!!
f.v. unnur, gulla, dögg, moi, birna karen og karen.Þetta er "the manor" þar sem við vorum. maður trúir því eiginlega ekki svona eftirá. Algerlega
a-queen-for-a-day type of thing!!!

híhíhí....unnur og ég á leið í leigubílnum á leið í brúðkaupið. búnar að skella í okkur nokkrum miniatúrum ;)
ótrúlega glaðar
ég er búin að sjá það út að ég er ekkert gríðar duglegur bloggari. enda held ég að enginn nenni að lesa þetta. allavega eitthvað fátt um komment.......endilega kvitta fyrir sig ef maður heimsækir síðuna, þá er skemmtilegra að skrifa.
annars var björg vinkona að segja mér að töggur hundurinn hennar berglindar systur hennar hefði bara dáið í gær. æjæjæjæ.....það finnst mér agalega sorglegt :( mér fannst ég hreinlega þekkja hann sjálf af öllum sögunum frá björgu. litla skinnið. var að veiða með eiganda sínum og þeir lentu í óveðri og svo dó hann bara. ohhhh.....ég fæ alveg sting í magann. hringdi auðvitað strax í valdimar og sagði honum söguna. maður skilur þetta ekki alveg nema maður eigi sjálfur hund (eða elski hunda eins og björg og mamma).
jæja, ekki orð um það meir, vona bara að teiknimyndin all dogs go to heaven sé sönn og hann sé nú á hinum eilífu veiðilendum.
en að öðru. prófin framundan og ég ætla að reyna að vera dugleg um helgina að lesa. uss, hvað þetta er fljótt að líða. jólin og allt það. svei mér þá. maður verður alltaf jafnhissa á hverju einasta ári hvað tíminn er fljótur að líða. er þetta eðlilegt?

já og ætla ég að setja inn nokkar myndir úr brúðkaupinu hjá dögg

góða helgi kæru vinir

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

átti afmæli um síðustu helgi. var boðið norður í bústað og til að gera langa sögu stutta..þvílíkur rómans. ja hérna, held að unnustinn hafi svei mér þá slegið rómantíkurmetið og fengið himingeiminn og náttúruna í lið með sér, slík var fegurðin þarna um nóttina. drykkir og auðvitað afmælisterta í pottinum undir fullu tungli (eða því sem næst) sem speglaðist á haffletinum, umkringt af skrilljón stjörnum. svít. um daginn hafði sólin reyndar líka speglast á vegunum sem voru eins og gler svo við sátum föst um tíma , á jafnsléttu nota bene! þegar við loksins náðum að mjaka okkur til akureyrar þar sem við ætluðum á skíði, var stefnan tekin á fyrsta dekkjaverkstæðið sem við sáum og fjárfest í nöglum. þá var klukkan orðin seinnipartur svo við drifum okkur bara aftur í bústaðinn að kósíast.
eníveis, fékk stígvélaðakattarstígvél úr mosagrænu rússkinni (hvað þýðir rússkinn annars???) frá mömmu og pabba sem ég valdi reyndar sjálf og haldiði að fyrrgreindur unnusti hafi ekki bara keypt leðurkápu handa sinni. mæjómæ, hann er smekkmaður og þekki sína konu! hann fékk 10 stig fyrir þetta allt saman og marga marga plúsa í kladdann!!! æm a lökkí görl :)

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

af hverju sefur maður stundum illa? fólk eins og ég sem sef yfirleitt eins og grjót? ég held að ef ég yrði einhvern tíma fangi í kínversku fangelsi þar sem helsta pyntingaraðferðin væri svona sleep deprivation, þá myndi ég ekki þola eina nótt. þannig að ekki segja mér nein leyndarmál sem kínverjar mega ekki vita!!

annars er alveg ferlegt hvað ég verð testí ef ég get ekki sofið. kannski ekki ein um það?
en etv er bara kominn einhver prófa/verkefna titringur í mig....álagið í skólanum í hámarki núna í nóvember, blahhh, verkefni verkefni verkefni. hlakka samt til 5.desember, þá er ég búin í prófum og þá á ég bara eina önn eftir. júhú :)
hey, gleymdi að ég fór á Kabarett á laugardaginn. sjökks hvað var gaman. mamma og pabbi eiga sándtrakkið úr myndinni (70's) og ég var alltaf að hlusta á hana þegar ég var lítil. gerði ennþá meira gaman að sjá á sviði. sá reyndar á sviði líka í san fransisco þegar ég var 15, og þá mas með joel grey sem lék líka í myndinni.....sem ég leigði svo í gær....með lizu minelli og michael york. muniði eftir honum? mamma var alltaf svo skotin í honum.
jæja, best að vinna og láta sig dreyma um san fransisco with flowers in my hair....þar sem björg vinkona er reyndar stödd núna. *suk*

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

sjökks hvað helgin var stórkostlega frábær. algjör snilld. þvílíkur staður. ef einhvern vantar hugmynd að ótrúlega rómantísku gettaveii, þá er þetta staðurinn. eastwell manor. síðkjólar, kampavín í kristalsglösum, spa, göngutúrar í görðunum og slappað af í cottage-inu okkar.
djís lúís. þetta var eins og opnusíða í horse & hound!! set myndir síðar.