miðvikudagur, október 26, 2005

fór á frábæra tónleika í gær. dúndurfréttir með árlegu pink floyd cover tónleikana sína. þeir eru stórkostlegir. fullur salur, ótrúleg stemming. fór með valdimar og guðna og bjössa mág og ishbel kærustu hans frá skotlandi sem er btw með málverkasýningu í galleríi sjafnar har á skólavörðustíg. afar hæfileikarík kona og mjög fallegar grafík myndir.
já og svo er það brúðkaupið um næstu helgi hjá dögg í englandi. haldið á sveitasetri í kent. við unnur fljúgum á föstudag og svo verðum við með gullu líka í svona litlu cottage. ekki leiðinlegt. oh, i say! i will have some tea and crumpets and then go play some cricket on the lawns!! or i´ll choose the foxhunt! or maybe just relax in the SPA!! og það er sko dress kód! og allir í galagalla. já. well, ég hlakka pínulítið til :)
kem með ferðasöguna eftir helgi.
en þangað til má skemmta sér yfir þessum linkum. check out the mansion!!!!!!!
www.dundurfrettir.is
www.eastwellmanor.com

miðvikudagur, október 19, 2005

mið vika. stuð. helgin fer líklega í lærdóm. en líka í þórsmörk. ætlum eina nótt. kannski sjáum við rjúpur. hver veit. nammm rjúpur. vei jólin. ég skrifa í staccato í dag. ætla að hætta. cu

mánudagur, október 17, 2005

mánudagur. jamm. þeir eru æði. not. vaknaði í morgun eftir skelfilega svefnlausa nótt, við bröltið í fólkinu á efri hæðinni. þau eru agaleg. frábærir grannar að öllu öðru leyti en því að þau eru alltaf með þvílíkt brölt ELDsnemma á morgnana. og líka um helgar. held þau séu að æfa sig í curling eða eitthvað á parketinu. í hollensku klossunum sínum. úff. eníveis, rauk fram úr eins og eldspúandi dreki og hvæsti eitthvað á aumingja mikka sem kom auðvitað skoppandi glaður á móti mér. var eiginlega hálf grenjandi úr pirringi og gerði allt ferlega svona fast. eins og þegar maður er að laga til pirraður, þá lagar maður til rosa fast, til að láta hinn vita að maður sé pirraður.....þótt maður neiti því staðfastlega að vera pirraður. ég var þannig. og valdimar greyið að reyna að sofa þorði ekki fyrir sitt litla líf að koma nálægt mér eða segja nokkurn skapaðan hlut. beið bara eftir að ég færi út. ja hérna hér. ótemjan ég! en góðu fréttirnar eru þær að ég náði þessu að hluta til úr mér á leiðinni í vinnuna og svo bara alveg þegar ég komst í tölvuna og sá að skólanum hafði verið aflýst í dag. það reddaði alveg málunum og ró og friður komst á í sálinni minni :)

fimmtudagur, október 13, 2005

hey, júhú, ég er yfirþyrmandi glöð hvað margir eru búnir að skoða mitt fína blogg. en hvað maður er vain. skrifar einhverjar bölv vitleysu og er voða glaður ef einhver er nógu kurteis að skoða það og brosa. oh well, svona erum við. VAIN SMAIN.
var að heyra frá öglu vinkonu, hún er snigglingur. er að skrifa master í listviðburðastjórnun í edinborg og er að klepra. held hún sé orðin að dingulberi hún er svo mikið að klepra. úff, greyið, ég vorkenni henni líka. býr í edinborg og er á leið til tævan og er rosa söggsessfúll og frábær. glatað. en í álfuru, það er samt leiðinlegt að skrifa ritgerðir. it sucks bigtime. oj.
jæja, best að hætta áður en ég drep sjálfa mig úr leiðindum.
júhúúú........dagurinn í dag er miiiklu betri en dagurinn í gær. og það er mas ennþá gott veður. reyndar er skóli í dag, en það verður bara gaman. og það var líka ís í hádeginu......samt doldið vondur, þótt ég vilji nú ekki vera vanþakklát. eitthvað skrýtinn pistasíuís sem bragðaðist eins og gamalt vidal sassoon sjampó, svona möndlu/kardimommu dæmi eitthvað. doldið spes!
en annars er bara stuð og pína, vítamínin á leið oní maga og búin að senda út auglýsingu fyrir hana sif systur mína, af því hún er svo sæt og góð og gerir svo flotta skartgripi :)
tékkið á www.hunoghun.is, flottasta gallerí norðan suðurheimskauts!

pís át

miðvikudagur, október 12, 2005

jæja, þá er löööööngum vinnudegi loks að ljúka. somm better gós! annars finnst mér alveg spælt að vera með einhverja deprimeringu á svona ógeðslega fallegum haustdegi. á maður ekki alltaf að vera glaður þegar veðrið er gott (allavega fallegt)?
well, kannski ræður maður því ekki alveg sjálfur.
en ég veit samt um einn sem verður glaður þegar ég kem heim :) hann er loðinn og svartur og er bestur í heiminum : ) skoh!! fæ bara sólsting í hjartað við tilhugsunina eina saman. gleðigjafi litli.
eníveis, pís át
Blahhh, tough day. Held ég hafi eitthvað farið öfug framúr í morgun. Samt allt svona working in my favour......hressandi morgunsturta, steiktur fiskur í hádeginu, gott veður úti. En allt kemur fyrir ekki. Samt er ég eins og úldið eggaldin í skapinu. Lít vonandi aðeins betur út en það þó. Blahhh

þriðjudagur, október 11, 2005


já, þetta virðist ætla að virka, maður er kominn með tvö komment og allt, og það á fyrsta degi. aldeilis gott bara finnst mér.
og hahaha......er meira að segja búin að setja inn mynd. og þessa líka fínu mynd, tekin í fullvissuferð díkód fyrr í haust. held við eigum framtíðina fyrir okkur í módelstörfum!!!
hmmm......er ég í alvöru dottin í bloggpakkann eins og allir hinir. svo bregðast krosstré sem önnur. oh well, ætli maður nenni þessu nokkuð hvort sem er?
sjáum til :)