þriðjudagur, ágúst 01, 2006


sæl aftur elskurnar :)
nú er ég eiginlega búin að flytja mig í bili yfir á barnanet. það er eiginlega svona svoldið notendavænna fyrir fólk í minni stöðu só tú spík ;)
hér er slóðin:

www.barnanet.is/krilivaldimars

annars vorum við í mæðraskoðun númer 2 í gær og allt lítur vel út. blóðþrýstingurinn, bumban og annað slíkt með eðlilegum hætti.
svo byrja ég í meðgöngujóga í kvöld, hlakka rosa til. ekki verra að það er ein sem er að vinna með mér sem er líka ólétt, komin bara 2 vikum lengra en ég. gaman að vera svona samferða og við erum líka saman í jóganu. gaman gaman :)

en allavega, held að þetta verði síðasta bloggið mitt á þessari síðu í bili.
bookmarkiði hina adressuna hjá ykkur og fylgisti með mér og krílinu þar.
ég er nú þegar búin að setja inn sónarmyndir frá 12 viku og svo koma fleiri sónarmyndir vonandi í lok ágúst þegar ég fer í 20 vikna sónarinn.

það gleður mitt litla hjarta óskaplega mikið þegar ég sé að þið skrifið komment.
takk til allra sem hafa nennt að skrifa hérna :)

sjáumst á www.barnanet.is/krilivaldimars

kveðja, guðrún

miðvikudagur, júlí 26, 2006hæ vinir :)
ef þetta hefur tekist hjá mér þá ættuð þið að sjá á myndinni hvað er að gerast í mínu lífi núna. við valdimar erum að sjálfsögðu óskaplega óskaplega óskaplega glöð og kát með þetta allt saman og fylgjumst spennt með bumbunni stækka smám saman.
ég og kúlubúinn erum barasta hraust og hress, engin ógleði gert vart við sig og líkaminn (enn sem komið er) í góðu lagi. hlakka samt til að byrja í jóganu á allra næstu misserum.og eins og þið sjáið er maður svoldið dottinn í alls konar heimasíður með alls konar bumbudóti. þetta er hræðilega skemmtilegt og ég skammast mín bara ekkert fyrir það, híhí :)

ég er semsagt sett 14.janúar 2007, en það gæti reyndar breyst eitthvað í 20 vikna sónarnum sem við förum í í lok ágúst. hlakka miiiiiikið til þess.
erum þó búin að fara í 12 vikna sónar, þar sem allt leit stórvel út og fengum m.a.s. útprentaðar myndir af krílinu. kannski ég reyni að setja eina hérna inn.
svo hugsa ég nú að ég fari að svissa yfir á einhverja svona barnasíðu, þar sem maður getur dælt inn endalausu af myndum og slíku þegar kemur að því að fara að monta sig, hehe :) læt vita þegar af því kemur.

en allavega, þá vitiði það elskurnar.

líf og fjör

guðrún og leynigesturinn :)

mánudagur, júní 26, 2006

helgin frá og loksins kominn mánudagur aftur. sjúkkitt. hélt að þessi helgi ætlaði engan enda að taka. þoli ekki þessar helgar. endalaust frí og gott veður og eitthvað svoleiðis óþolandi. og svo er sumarfríið að nálgast líka! er ekki nóg komið af svo góðu? má maður ALDREI vera í vinnunni???

hvað helgina varðar þá var hún reyndar alveg súper góð. valdimar þessi SNILLINGUR opnaði fyrstu einkasýningu sína á Sólon á laugardaginn og ég var svo stolt af honum að ég hélt ég myndi rifna í tvennt :) brosið náði alveg hringinn allan daginn. og myndirnar eru svooo flottar. kannski er ég glötuð og ekki kúl, en ég get bara ekki að því gert hvað mér finnst hann mikið æði :)
en semsagt, opnunin gekk eins og best var á kosið, fullt af gestum, veðrið glimrandi gott og allir voða kátir. og svo seldi hann m.a.s. 4 myndir þessi elska.

já svo á föstudeginum fórum við nú í jónsmessugöngu decode. gengnar voru síldarmannagötur sem liggja milli skorradals og hvalfjarðar og telja um 17 km í allt. til að gera langa sögu stutta lögðum við af stað í sól og blíðu frá decode klukkan 7 en vorum komin aftur til baka í þokuslæðingi HÁLFFJÖGUR UM NÓTTINA!! seinni rútan kom víst ekki til baka fyrr en klukkan 6 um morguninn - ef ég hefði þurft að bíða eftir henni hefði ég víst verið búin að drepa mann og annan : /
eruð þið að djóka í mér?? maður var nú orðinn svooooldið þreyttur og SVANGUR!! gangan var reyndar skemmtileg í flesta staði, en skipulagið var ekkert og leiðsögu var ekki fyrir að fara.

en allavega - líf og fjör - bara 4 dagar eftir og svo 3 vikna sumarfrí. jibbbbbbbbbííííí :)

þriðjudagur, júní 20, 2006

Uss, ég sem ætlaði að fara að setja inn mynd frá útskriftinni. Gat það ekki. Held að ég sé aðeins að missa tökin á þessu bloggi. Var eitthvað að bauka með það um daginn og ætlaði að vera rosa klár en riðlaði þá í staðinn öllu skipulaginu og síðan fór í mess. Og nú get ég ekki einu sinni sett inn myndir. Jahérna, hvað maður er eitthvað óþolandi lítið tæknivæddur. En hey, ég reyni þó! Og í gær, þegar ég var að gera boðskortalistann fyrir Valdimar datt ég m.a.s. inní Access og tók það góða forrit alveg í nefið, þrátt fyrir að ár sé liðið síðan ég síðast leit það augum.
Annars er lítið að frétta. Rigningin er að drepa mig - ég er búin að fá svo mikið ógeð á sólarleysi og dimmu og drunga að....að....að....að ég geri örugglega ekki neitt frekar en vanalega þegar maður kvartar og kveinar yfir íslensku veðri. Böhhhhh.
En samt - kommon - er þetta ekki aðeins tú mötsj? Ég meina rigning í heilan mánuð! Og það JÚNÍ! Fer í sumarfrí í Júlí og þá er eins gott að sólin sýni sig!!! Annars er mér að mæta! Og ég kemst ekki einu sinni til úgglanda í sumar.....ekki það að ég fari oft til útlanda á sumrin. Eiginlega bara aldrei......eða voða sjaldan. En mig langar svoooooooooo núna. Held það sé af því að bæði Þór bróðir og Sif systir eru í sólarstrandarleik með familíurnar. Svo ligg ég á einhverjum bévítans nettilboðum sem ég fæ send í tölvupóstinn minn og stunda masókisma á hæsta stigi. Af hverju gerir maður sér þetta?? Er alveg að skoða hótel og strendurnar og verðið og allt það. Samt er ekki séns að ég fari út í sumar. Maður verður að hætta þessari vitleysu og fara bara frekar á www.austfirðir.is og skoða gönguleiðir í Loðmundarfirði! Ísland er landið í sumar - eins gott að það hagi sér vel!!!

mánudagur, júní 12, 2006

Hæ elskurnar :)
Útskriftin var á laugardaginn og þá er maður barasta kominn með diplómuna sjálfa í hendurnar. Jibbííí. Dagurinn var hreint yndislegur, Valdimar mætti að sjálfsögðu á athöfnina og þegar henni lauk var ég að niðurlotum komin af hungri, svo hann fór með mig á Sólon þar sem ég fékk súkkulaðifix dagsins (frönsk súkk.kaka og heitt súkkul.).
Því næst var mér ekið uppá Nordica þar sem þessi elska hafði bókað mig í heilnudd. Alger dásemd! Eftir nudd og pott tylltum við okkur um stund á barinn á hótelinu þar til ekið var niðrá Argentínu hvar heilum helling af nauti, humri og öðru ótrúlegu nammeríi var hesthúsað. Algerlega frábær dagur, skipulagður af snillingnum honum Valdimar. Hann fær 10 stig í kladdann fyrir þetta :)
Svo vaknaði maður í gær, sjómannadaginn, og smellti sér á hátíðahöldin við Hafnarfjarðarhöfn í einhverri þeirri mestu úrhellingsrigningu sem ég hef lent í hérlendis. Ég ætlaði bara ekki að trúa eigin skynfærum þar sem ég drukknaði næstum á þurru landi, þó klædd í blómóttu gúmmístígvélin mín, goretex gallann og allt! Til að byrja með var reyndar logn, en þegar leið á daginn hvessti og endaði með barasta öskrandi rigningu, roki og skítakulda. Vá hvað var gott að koma inn! En samt gaman að rifja upp gúmmístígvélafílinginn. Geri það alltof sjaldan ;)
Og þá er kominn mánudagur bjartur og fagur.........eða þannig. Rigning, pigning!
En það er eitt sem hleypir birtu inní annars dimman dag. Og það er engin smá birta :)
ROGER WATERS tónleikarnir eru á eftir. Eitthvað er maður búinn að bíða eftir þeim. Ég hlakka miiiikið til. Og ég er bara hrædd um að hann Valdimar minn sprengi bara öryggi af gleði einni saman í kvöld. Vá.
Jæja, komið nóg af blaðri í bili. Ég veit að þið eruð að lesa þetta einhver, svo kvittiði fyrir ykkur og leyfið mér að sjá ykkur :)
Rodsjer Voders rúlar!!
G

miðvikudagur, maí 31, 2006

Hæ aftur. Emmmm.....god, ég er eitthvað voða löt að skrifa núna. Það er líka ekkert merkilegt að gerast. Bara sumarið að koma og ég fer í frí eftir mánuð. Jibbíííí :) Ætlum að flandrast eitthvað um landið og fara austur að ganga í Borgarfirði Eystri og þar um slóðir. Svo er auðvitað einhver veiði og þetta sumarið verður farið í Minnivallarlæk í lok júlí. Örugglega voða gaman. Jú og svo má ekki gleyma hvítasunnuhelginni framundan og kajakmótið á Stykkishólmi á sínum stað. Í fyrra var ég plötuð í róðrarkeppni af því það var bara ein kona sem ætlaði að vera með. Varð að halda uppi heiðri kynsystra minna ;) Var í öðru sæti!!! (af tveimur). Fékk medalíu og allt, hehe. Vonandi verða fleiri mættar í ár, er ekki mikil keppnismanneskja eiginlega. Annars er rosalega gaman að róa þarna um fyrir utan Stykkishólm. Hvet alla sem hafa áhuga að mæta. Hægt að fá leigða báta og allt sem þarf. Svo er bara alltaf gaman í Hólminum :)
Heyrumst síðar
G

miðvikudagur, maí 17, 2006

hæ :) vildi bara láta ykkur vita að ég er ekki flutt til fjarskanistan þar sem eru engar tölvur. hef bara verið löt að skrifa. lofa að bæta úr því bráðum og skrifa eitthvað skemmtilegt. er brjálað að gera í vinnunni og svo er útskriftin 10.júní :) jibbí :) eníveis, hafið það súper gott elskurnar. læt heyra í mér bráðum.
bææææææ